Rebekka Líf

And shepherds we shall be, for thee my Lord for thee, Power hath descended forth from thy hand, that our feet may swiftly carry out thy command, we shall flow a river forth to thee, and teeming with souls shall it ever be. In nomine patris, et filii, et spiritus sancti.

30 janúar, 2006

Eins og sokkur í skúffu

Það ætti að taka upp á því aftur að halda hvíldardaginn heilagan.

Ætli maður styðji nú ekki biblíuna að einhverju leyti þó svo að það væri alveg fráleytt að fara alveg eftir henni, enda er vatikanið búið að hagræða boðskap hennar svo um munar.

Ég HATA vinnuna mína, og ég leyfi mér að nota orðið HATA vegna þess að eitt sinn elskaði ég hana og hugtakið "hatur" má aðeins nota yfir fyrirbæri sem maður hefur eitt sinn elskað en líkar hinsvegar alveg hrikalega illa við á því augnabliki sem orðið lítur dagsins ljós.

Styður biblían þrælahald? (verð að lesa mér til)


E.S.

Tveir dagar eftir að Janúar (hélt hann ætlaði aldrei að taka enda)

24 janúar, 2006

Nýyrði

Langar að fræðast meira um þetta áhugaverða fyrirbæri.

Heyrði eitt sniðugt í dag

Webcam - Vefaugnabliksfangari

og svo var eitt gott dæmi um nýjung í skammstöfun

Brb sem allir þekkja eða be right back
þýðingin á því er Kis eða kem innan skamms.

þetta með vefaugnabliksfangarann kæmi vel út í spjall samræðum á netinu:

Perri: Hey sæta, settu nú vefaugnabliksfangarann á fyrir mig svo ég get séð betur hvað þú ert flott ;)

Endilega komið með fleiri svona skemmtileg nýyrði. Eða nýnýyrði. Er ekki að tala um svona tölva sem er dregið að tölur og völva og svona gömul nýyrði sem eru löngu orðin nútímamanninum eðlislæg. Meira svona nýtt af nálinni.

18 janúar, 2006

Siðmenning í ræsinu...

Hvað er að gerast í þjóðfélaginu?!? Eru öll siðferðismörk farin til andskotans???
Ætla ekki að fara að tjá mig um þetta DV mál þar sem ég held að flestir geti verið sammála um það að það sé ekki hægt að taka DV alvarlega og þetta mál var hræðilegt, sama frá hvaða sjónarhorni á það var litið.

En það sem fyllti algjörlega mælinn var þetta SPLASH TV! Ég hafði bara heyrt talað um það en bjóst ekki alveg við því svona slæmu! Ætla setja hérna upp lítið dæmi um hvað þeir sem völdin hafa í þessu þjóðfélagi (og fjölmiðlar hafa þar að sjálfsögðu gífurleg völd) hugsa um lítið annað en að græða....

Brynjar Guðnason, sá ágæti MH-ingur og athafnamaður sendi inn hugmynd að sjónvarpsþætti á Sirkus ásamt félaga sínum í hugmyndaleik Sirkus. Hugmyndin var sú að hafa uppbyggjandi þátt þar sem fram kæmu málefni ungs fólks. Hvað fáum við í staðinn? Snargeggjuðu hnakkamelluna Brynju Björk; Steraköggulinn og athyglissjúklinginn Egil eða "Gilzenegger", fyrrum bekkjarlúðann; Party Hans, gaur sem er svo heimskur að hann getur ekki einu sinni tjáð "sína persónulegu skoðun" skilvirkilega í fréttatíma NFS. Virkaði frekar tómur í kollinum við hliðin á hámenntuðum mannfræðingum talandi um rakstur kynfæra... Og svo er það rúsínan í pulsuendanum: SPLASH TV! Nú held ég að klámvæðingin sé alveg að gera útaf við siðferðiskennd fólks... Ef fólki finnst þetta í lagi, þá er eitthvað að??? Þetta eru fyrirmyndir ung fólks í dag.. Splash er sýndur klukkan 20:30 á fimmtudagskvöldum að mig minnir og hverjir eru þá að horfa? Einmitt þau yngstu og ómótuðustu og hvað læra þau annað af þessu en að þetta sé það rétta? Eins og máltækið segir "börnin læra það sem fyrir þeim er haft".

Alveg er ég viss um að margar betri hugmyndir hafi borist þeim á Sirkus, t.a.m. hugmynd Brynjars og félaga. En þau á Sirkus hugsa bara um að græða. Ég meina Splash, klám og herra Ísland? er það ekki það sem mokar inn peningum? "Kellingatryllirinn" og "átrúnaðargoð allra Íslenskra drengja," Gillzenegger, laðar hann ekki fólk að skjánum? Hnakkamellan Brynja Björk, stelpa sem er fús til að viðurkenna að klámvæðingin sé öllum til góðs og það sé ekkert athugavert við hana, býðst meira að segja til að hafa munnmök við karlmenn undir borði á skemmtistöðum, og finnst það ekki einu sinni athugavert! DRAUMUR ALLRA KARLMANNA! Heldur það ekki fólki heitu í sófunum fyrir framan imbann?

Þetta finnst mér ekki mega viðgangast lengu, það verður að gera eitthvað! Ef að fólk sættir sig bara við þetta fer þetta að verða staðall og viljum við búa í þessari veröld? ekki ég takk fyrir...

Nú langar mig verulega að vita hvort það er einhver þarna úti sammála mér...

Vinsamlegast skiljið eftir athugasemdir!

09 janúar, 2006

Býflugan og blómið

Já hæ.

Þegar ég var lítil pældi ég ekki mikið í því hvernig börn urðu til. Þurfti að sjálfsögðu ekkert að pæla í því, vissi það alveg. Hafði mjög skýra mynd af því í huga mér....:

Mamma og Pabbi í eldhúsinu á Laugaveginum þar sem við áttum heim, að leira mig á eldhúsborðinu úr svona trölladeigi.

Þetta með strútinn lærði ég löngu seinna, jafnvel eftir að ég fékk að vita hið sanna.

Nú langar mig bara að vita gestir góðir hvernig þið hélduð að börn yrðu til áður en þið fenguð að vita hinn hræðilega ógnvekjandi sannleika???

06 janúar, 2006

Nei þú hér?

Hæ! Já komin með svona nýja síðu og þú mátt koma eins oft og þú vilt ef þig langar... Ætla að vera dugleg að nöldra hérna jaaaaaaaa.

Ætla að koma með smá svona sem allir kannast við.
Maður er kannski að labba í rólegheitunum í Kringlunni og þá heyrist svona (óp) og svo "nei, þú hér!?!" eins og það sé svakaleg tilviljun að maður skuli hitta einhvern sem maður þekkir í kringlunni? Og alltaf verður þetta fólk sem á það til að æpa svona upp yfir sig jafn hissa að þessi manneskja sem það á það til að æpa á, skuli í raun og veru standa í manns mynd fyrir framan það. Og þetta verður pirrandi á þeim tímapunkti þegar "hissamanneskjan" verður svo æst að hún hleypur að manneskjunni og allt sem í vegi hennar verður er dauðadæmt...

Og þar sem Ísland er nú með stærri "heimsálfum" þá er þetta í raun algjör tilviljun heh? vííííí

kannist þið ekki við þetta?