Hvað er að gerast í þjóðfélaginu?!? Eru öll siðferðismörk farin til andskotans???
Ætla ekki að fara að tjá mig um þetta DV mál þar sem ég held að flestir geti verið sammála um það að það sé ekki hægt að taka DV alvarlega og þetta mál var hræðilegt, sama frá hvaða sjónarhorni á það var litið.
En það sem fyllti algjörlega mælinn var þetta
SPLASH TV! Ég hafði bara heyrt talað um það en bjóst ekki alveg við því svona slæmu! Ætla setja hérna upp lítið dæmi um hvað þeir sem völdin hafa í þessu þjóðfélagi (og fjölmiðlar hafa þar að sjálfsögðu gífurleg völd) hugsa um lítið annað en að græða....
Brynjar Guðnason, sá ágæti MH-ingur og athafnamaður sendi inn hugmynd að sjónvarpsþætti á Sirkus ásamt félaga sínum í hugmyndaleik Sirkus. Hugmyndin var sú að hafa uppbyggjandi þátt þar sem fram kæmu málefni ungs fólks. Hvað fáum við í staðinn? Snargeggjuðu hnakkamelluna Brynju Björk; Steraköggulinn og athyglissjúklinginn Egil eða "Gilzenegger", fyrrum bekkjarlúðann; Party Hans, gaur sem er svo heimskur að hann getur ekki einu sinni tjáð "sína persónulegu skoðun" skilvirkilega í fréttatíma NFS. Virkaði frekar tómur í kollinum við hliðin á hámenntuðum mannfræðingum talandi um rakstur kynfæra... Og svo er það rúsínan í pulsuendanum:
SPLASH TV! Nú held ég að klámvæðingin sé alveg að gera útaf við siðferðiskennd fólks... Ef fólki finnst þetta í lagi, þá er eitthvað að??? Þetta eru fyrirmyndir ung fólks í dag.. Splash er sýndur klukkan 20:30 á fimmtudagskvöldum að mig minnir og hverjir eru þá að horfa? Einmitt þau yngstu og ómótuðustu og hvað læra þau annað af þessu en að þetta sé það rétta? Eins og máltækið segir "börnin læra það sem fyrir þeim er haft".
Alveg er ég viss um að margar betri hugmyndir hafi borist þeim á Sirkus, t.a.m. hugmynd Brynjars og félaga. En þau á Sirkus hugsa bara um að græða. Ég meina Splash, klám og herra Ísland? er það ekki það sem mokar inn peningum? "Kellingatryllirinn" og "átrúnaðargoð allra Íslenskra drengja," Gillzenegger, laðar hann ekki fólk að skjánum? Hnakkamellan Brynja Björk, stelpa sem er fús til að viðurkenna að klámvæðingin sé öllum til góðs og það sé ekkert athugavert við hana, býðst meira að segja til að hafa munnmök við karlmenn undir borði á skemmtistöðum, og finnst það ekki einu sinni athugavert! DRAUMUR ALLRA KARLMANNA! Heldur það ekki fólki heitu í sófunum fyrir framan imbann?
Þetta finnst mér ekki mega viðgangast lengu, það verður að gera eitthvað! Ef að fólk sættir sig bara við þetta fer þetta að verða staðall og viljum við búa í þessari veröld? ekki ég takk fyrir...
Nú langar mig verulega að vita hvort það er einhver þarna úti sammála mér...
Vinsamlegast skiljið eftir athugasemdir!