Rebekka Líf

And shepherds we shall be, for thee my Lord for thee, Power hath descended forth from thy hand, that our feet may swiftly carry out thy command, we shall flow a river forth to thee, and teeming with souls shall it ever be. In nomine patris, et filii, et spiritus sancti.

18 janúar, 2006

Siðmenning í ræsinu...

Hvað er að gerast í þjóðfélaginu?!? Eru öll siðferðismörk farin til andskotans???
Ætla ekki að fara að tjá mig um þetta DV mál þar sem ég held að flestir geti verið sammála um það að það sé ekki hægt að taka DV alvarlega og þetta mál var hræðilegt, sama frá hvaða sjónarhorni á það var litið.

En það sem fyllti algjörlega mælinn var þetta SPLASH TV! Ég hafði bara heyrt talað um það en bjóst ekki alveg við því svona slæmu! Ætla setja hérna upp lítið dæmi um hvað þeir sem völdin hafa í þessu þjóðfélagi (og fjölmiðlar hafa þar að sjálfsögðu gífurleg völd) hugsa um lítið annað en að græða....

Brynjar Guðnason, sá ágæti MH-ingur og athafnamaður sendi inn hugmynd að sjónvarpsþætti á Sirkus ásamt félaga sínum í hugmyndaleik Sirkus. Hugmyndin var sú að hafa uppbyggjandi þátt þar sem fram kæmu málefni ungs fólks. Hvað fáum við í staðinn? Snargeggjuðu hnakkamelluna Brynju Björk; Steraköggulinn og athyglissjúklinginn Egil eða "Gilzenegger", fyrrum bekkjarlúðann; Party Hans, gaur sem er svo heimskur að hann getur ekki einu sinni tjáð "sína persónulegu skoðun" skilvirkilega í fréttatíma NFS. Virkaði frekar tómur í kollinum við hliðin á hámenntuðum mannfræðingum talandi um rakstur kynfæra... Og svo er það rúsínan í pulsuendanum: SPLASH TV! Nú held ég að klámvæðingin sé alveg að gera útaf við siðferðiskennd fólks... Ef fólki finnst þetta í lagi, þá er eitthvað að??? Þetta eru fyrirmyndir ung fólks í dag.. Splash er sýndur klukkan 20:30 á fimmtudagskvöldum að mig minnir og hverjir eru þá að horfa? Einmitt þau yngstu og ómótuðustu og hvað læra þau annað af þessu en að þetta sé það rétta? Eins og máltækið segir "börnin læra það sem fyrir þeim er haft".

Alveg er ég viss um að margar betri hugmyndir hafi borist þeim á Sirkus, t.a.m. hugmynd Brynjars og félaga. En þau á Sirkus hugsa bara um að græða. Ég meina Splash, klám og herra Ísland? er það ekki það sem mokar inn peningum? "Kellingatryllirinn" og "átrúnaðargoð allra Íslenskra drengja," Gillzenegger, laðar hann ekki fólk að skjánum? Hnakkamellan Brynja Björk, stelpa sem er fús til að viðurkenna að klámvæðingin sé öllum til góðs og það sé ekkert athugavert við hana, býðst meira að segja til að hafa munnmök við karlmenn undir borði á skemmtistöðum, og finnst það ekki einu sinni athugavert! DRAUMUR ALLRA KARLMANNA! Heldur það ekki fólki heitu í sófunum fyrir framan imbann?

Þetta finnst mér ekki mega viðgangast lengu, það verður að gera eitthvað! Ef að fólk sættir sig bara við þetta fer þetta að verða staðall og viljum við búa í þessari veröld? ekki ég takk fyrir...

Nú langar mig verulega að vita hvort það er einhver þarna úti sammála mér...

Vinsamlegast skiljið eftir athugasemdir!

13 comments:

  • At 18 janúar, 2006 02:27, Anonymous Nafnlaus said…

    Gott blogg! :D ánægð með þig ;)

     
  • At 18 janúar, 2006 02:34, Anonymous Nafnlaus said…

    Gott að sjá að þú hefur skoðun á málinu ;)

     
  • At 18 janúar, 2006 15:25, Anonymous Nafnlaus said…

    ég er sammála! :)

     
  • At 18 janúar, 2006 19:24, Anonymous Nafnlaus said…

    Vá hvað ég er sammála þér. Ég gjörsamlega þoli þetta ekki. Ég sá til dæmis einn splash þátt og fjallaði hann um það þegar Óli Geir aka herra Ísland :O fór að láta vaxa á sér líkamann. Síðan voru líka einhverjar fullar stelpur (trúlega svona 17-18 ára) að kyssa hvor aðra fyrir framan myndavélina. En þetta hefur trúlega verið "góður" splash þáttur miðað við marga aðra. En við hverju býst maður eiginlega þegar herra Ísland er látinn gera sjónvarpsþátt??
    Bandarísk sjónvarpsvæðing er gjörsamlega búin að tröllríða öllu sem við köllum þáttagerð hér á landi. Sbr. "bachelorinn, Ástarfleyið, þáttur heilalausa ljósabekksins, Gillzenegger o.m.fl.
    Ég get ekki tjáð mig um Brynju þar sem að ég verð alltaf eitthvað ólýsanlega pirruð þegar ég hugsa um hana!
    Að hún geti kallað sig nútímakonu er fjarri mínum skilningi!
    Þetta er strax farið að bitna á krökkunum sem hafa látið þetta hafa áhrif á sig á mesta mótunarskeiðini. Krakkar í dag eru farnir að gera svo mikið sem er svo ótrúlega óhollt fyrir þau og komandi kynslóðir sbr. Klámkynslóðin!
    Ég er feginn að þú ákvaðst að skrifa um þetta. Ég einfaldlega þurfti smá útrás.

    Sjáumst sæta:D
    --Ásdís Eva

     
  • At 19 janúar, 2006 09:52, Anonymous Nafnlaus said…

    Klámvæðing? mér sýnist þú nú ekkert óklámvæðanleg þó þú hafir ekki horft á þennan þátt þegar þú varst yngri you pornstar:P

     
  • At 19 janúar, 2006 14:17, Blogger Rebekka Líf said…

    óklámvæðanleg? Í FYRSTA lagi þá er ekki hægt að segja að manneskja sé klámvæðanlega hvað þá óklámvæðanlegt, í ÖÐRU lagi það er nýbyrjað að sýna þennan þátt þannig ég hefði varla getað horft á hann þegar ég var yngri...í SJÖTTA lagi, ætlaru að tjá þig eitthvað meira? Finnst svolítið kjánalegt að þora ekki að segja til nafs og vera með einhverjar meiningar hérna... heigull...

     
  • At 19 janúar, 2006 22:43, Anonymous Nafnlaus said…

    kjaaaaaaaaaaaafti

     
  • At 20 janúar, 2006 01:41, Blogger Rebekka Líf said…

    flott comback

     
  • At 22 janúar, 2006 02:58, Anonymous Nafnlaus said…

    Ef þú ætlar að vera málefnaleg og láta taka þig alvarlega á þessari síðu væri sniðugt að skipta um mynd.Þessi er soldið lítil stelpa að reyna að vera sexy.Samt góð pæling,ömó sjónvarpsefni=)

     
  • At 22 janúar, 2006 22:58, Anonymous Nafnlaus said…

    já kannski satt hjá þér með myndina ef maður pælir í því :Þ var samt engan svoleiðis hugsun á bak við hana...

     
  • At 24 janúar, 2006 00:14, Anonymous Nafnlaus said…

    hehe! sammála... allt e-r 70mínútur cópíur í mismunandi myndum........ smá samt skilaboð til ásdísar: óli geir var með þátt langt áður enn hann fór í herra ísland. fyrst á e-u vefsvæði sem ég man ei hvað heitir og svo bjó hann til splash.is heimasíðuna og seldi sirkus síðan þáttinn, líka áður enn hann fór í herra ísland minnir mig! alla vegana í prufu.... ÉG VEIT EKKI HVERNIG ÉG VEIT ÞETTA! HAHA enn já

    samt óáhugavert

     
  • At 24 janúar, 2006 01:16, Blogger Rebekka Líf said…

    Já allt frekar sorglegt, en þetta er orðin leiðigjörn og þreytt umræði, virðist enginn nenna að tjá sig um þetta nýtt blogg??

     
  • At 28 janúar, 2006 14:36, Anonymous Nafnlaus said…

    Heyr Heyr

     

Skrifa ummæli

<< Home