Rebekka Líf

And shepherds we shall be, for thee my Lord for thee, Power hath descended forth from thy hand, that our feet may swiftly carry out thy command, we shall flow a river forth to thee, and teeming with souls shall it ever be. In nomine patris, et filii, et spiritus sancti.

06 janúar, 2006

Nei þú hér?

Hæ! Já komin með svona nýja síðu og þú mátt koma eins oft og þú vilt ef þig langar... Ætla að vera dugleg að nöldra hérna jaaaaaaaa.

Ætla að koma með smá svona sem allir kannast við.
Maður er kannski að labba í rólegheitunum í Kringlunni og þá heyrist svona (óp) og svo "nei, þú hér!?!" eins og það sé svakaleg tilviljun að maður skuli hitta einhvern sem maður þekkir í kringlunni? Og alltaf verður þetta fólk sem á það til að æpa svona upp yfir sig jafn hissa að þessi manneskja sem það á það til að æpa á, skuli í raun og veru standa í manns mynd fyrir framan það. Og þetta verður pirrandi á þeim tímapunkti þegar "hissamanneskjan" verður svo æst að hún hleypur að manneskjunni og allt sem í vegi hennar verður er dauðadæmt...

Og þar sem Ísland er nú með stærri "heimsálfum" þá er þetta í raun algjör tilviljun heh? vííííí

kannist þið ekki við þetta?

3 comments:

Skrifa ummæli

<< Home