Rebekka Líf

And shepherds we shall be, for thee my Lord for thee, Power hath descended forth from thy hand, that our feet may swiftly carry out thy command, we shall flow a river forth to thee, and teeming with souls shall it ever be. In nomine patris, et filii, et spiritus sancti.

19 ágúst, 2009

Stormurinn á undan logninu


Hvort kom á undan: Eggið eða hænan?

Eins má spyrja sig: Hvort kom á undan; Lognið eða stormurinn?

Gamalt orðatiltæki heldur því fram að lognið komi á undan storminum... En ég held því fram að því sé öfugt farið... Í það minnsta hvað lífið varðar.

Það er nefninlega svo skrítið hvernig allt snýst á hvolf áður en allt fellur í réttan farveg.

Sumarið mitt hefur til dæmis einkennst af, haft eftir vitfirrtur karakter "All work and no play makes Rebekka a dull girl". Það var þó tilgangur með allri þessari vinnu. Ég ætlaði nefninlega að fjárfesta í forláta myndavél. En tækifærin eru víst til þess gerð að grípa þau meðan þau gefast. En þar sem ég gerði það ekki varð ég að bíta í það súra epli að sökum kreppu hækkaði verð vélarinnar um ca. 20-50 þús!! Þá ætlaði ég nú að vera sniðug og fá tengdaforeldrana til þess að kaupa vélina í Elko í fríhöfninni, þar sem ég þyrfti ekki að borga vask af henni, en þegar uppi var staðið þurfti ég að borga svo mikinn vask af henni að hún var orðin dýrari heldur en út úr búð hérna heima. 

Nú fannst mér allt sumarið farið í "vaskinn" (hahaha) og sökkti ég mér í mikla depurð og sjálfsvorkunn og tók smá "retail therapy" sprett! 

Þetta hafði áhrif á margt annað í lífi mínu, þó ég fari nú ekki út í nein smáatriði.. Og tókst mér að klúðra einföldustu aðgerðum.

Þegar ég hélt að ég sæi sólina ekki framar tók þó að birta til. Ég tók til í persónulegri óreiðu minni og fór fram úr mínum björtustu vonum!

Og viti menn!

Ég er nokkrum dögum frá því að vera stoltur myndavélaeigandi!

Nú vona ég bara að ég hafi rétt fyrir mér með að það sé stormurinn sem komi á undan logninu... Ef ekki á ég mikil átök framundan...

Ýmis spakmæli hafa oltið upp úr spökum mönnum og þessi tvö ætla ég að hafa að leiðarljósi:

Það sem drepur þig ekki, styrkir þig

og 

"Quitters never win and winners never quit"

Sæl að sinni

19 mars, 2009

Bláir Fjórfarar



Dr. Manhattan - Blátt kjarnorkuslys með bláann tilla



Maður - Blár vegna drukknunar

Bíódómar (En: BioDoom)


Í kvöld fór ég á hina margrómuðu kvikmynd Eftirlitsmenn (En: Watchmen)

Ég hafði ekki gert mér miklar væntingar fyrir þessa mynd, einfaldlega vegna þess að ég tek vonbrigðum illa og geri mér því sjaldnast væntingar fyrir kvikmyndir. Það er því ekki úr háum söðli að detta.

Ég varð því ekki fyrir neinum vonbrigðum með þessa mynd. Á hinn bóginn fannst mér hún hreint út sagt ömurleg og telst hún því að mínu mati hin mesta tímasóun.

Söguþræðinum hefði verið hægt að þjappa í 20 mínútna stuttmynd en boðskapurinn var sá að stundum þarf stórar fórnir fyrir enn stærri sigra en í það þurfti að blanda heldur mikilli og óviðkomandi forsögu.

Lagavalið í myndinni var fremur sérstakt þar sem mikið var af stórum slögurum (En: Big Hits) sem er sjaldheyrt í myndum sem þessum, og ef þeim var ætlað að fanga ákveðinn tíðaranda var tilætluðum árangri ekki náð! en hlýða mátti á lög eins og Unforgettable með Nat King Cole, Hallelujah með Leonard Cohen og Sound of Silence með Simon and Garfunkle.
Eina lagið sem passaði inn í var lagið sem spilaðist við credit listann í upphafi myndar: Times they are Changin með Bob Dylan.

Þá fannst mér athyglisvert að Rorschac, ein aðalpersónan, var rauðhærður, lítill OG ljótur. Hversu mikið er hægt að leggja á eina manneskju?!?!

Ég verð þó að viðurkenna það að myndatakan var sérlega góð og tækniatriðin frábær, en þess fyrir utan fannst mér eftirfarandi einu kostir þessarar myndar:

Latex gallinn sem Fröken Júpíter var í og slagverksleikarinn í Blue Men Group sem var á sprellanum meira og minna alla myndina.

Einkunn: 5/10 stjörnum
IMDB: 8.1/10

IMDB einkunnin er augljóslega sönnun þess að almenningur er ginkeyptur.. Sé þeim ætlað að finnast e-ð frábært, þá er það frábært.

18 mars, 2009

Valkvíði

Ég hef um fjóra (4) hluti að velja núna og þeir eru eftirfarandi:

1. Baka Kryddbrauð
2. Gera sutta greinagerð um eina góða auglýsingu og eina slæma
3. Taka til
4. Fá mér blund (er mjög þreytt)

Bið fólk vinsamlegast um hjálp við þetta val....

15 mars, 2009

Fjórfarar


Charlie Rumkle: Góður skollóttur umboðsmaður



Fester Frændi: Sköllóttur semí illur frændi


Dr. Evil: Illur sköllóttur hryðjuverkamaður


Mörgæsamaðurinn: Semí Sköllóttur alverstur illvirkjanna


Ef þú lesandi góður hefur gaman að því að skoða einsfara bendi ég ykkur á þessa fjórfarasíðu.

13 mars, 2009

MINN TÍMI ER KOMINN!!

Hér með ber mér að tilkynna yður kæri lesandi að Rebekka Líf er mætt til leiks, öflugri en nokkru sinni fyrr! Og hér verða engin vettlingatök ÓNEI!

Hér eru nokkur atriði sem hafa ber í huga:

Blogg þetta er eingöngu ætlað til skemmtunar og afþreyingar hér á landi en ekki til opinberra skítkasta. Opinbert skítkast telst t.d. niðurlæging á hinum almenna borgara, opinberri persónu, mér, þeim sem standa mér næst, köttum, hafragraut o.s.frv, hvort sem meint er í gríni eður ei. Fjölföldum á efni bloggsins er með öllu óheimil.


Að lesa blogg er góð skemmtun. Þetta blogg er ekki leyft börnum yngri en 16 ára. Góða skemmtun!




Þetta er helst í fréttum:

Fundinn hefur verið upp (af mér) ný gerð af hinu geysivinsæla spili er ber heitið Póker (en: poker). Leikreglurnar eru einfaldar en veðið (en: stake) er með breyttu móti. 

Flesti kannast við sígildann póker (en: texas hold'em) og fatapóker (en: clothes throw'em) en þessi leikur er einskonar blanda af þessum sívinsælu spilum.

Reglurnar eru einfaldar:

Karlmenn spila upp á peninga
Kvenfólk spilar upp á föt

en spilareglurnar eru þær sömu og í hinum sígilda póker.

Það er síðan samningatriði leikmanna hvert andvirði gildanna er, en sokkur jafngildir ávallt lægsta veði (en: stake) og nærklæði jafngilda hæsta veði.

Gefi leikmenn sig allan í leikinn (en: all in) er spilað uns mótspilarinn er annað hvort félaus eða fatalaus.

Til þessa að breyta út af vananum geta kynin skypt um hlutverk.

Þessi útgáfa spilsins ber nafnið Geirapóker (en: Goldfinger Hold'em)


Njótið vel





E.S.
Í tilefni Föstudagsins 13. lenti ég í andstyggilegri aftanákeyrslu

13 mars, 2006

Örvæntið eigi!



Tölfræðin:

Fyrst varð vart við fuglaflensuna í Asíu árið 2003.

Síðan þá hafa 97 manns látist af völdum hennar = 32,333.. á ári

Jarðarbúar eru um 6,6 milljarðar talsins

það er semsagt svona skítur á priki á móti ryki sem er að deyja. (Er ekki með grafísku reiknivélina svo ég fer ekki meira út í tölfræðina)

Hins vegar ef ég væri með grafísku reiknivélina gæti ég farið að reikna hver þessi tala (97) væri ef við settum hana í hlutfallið á móti þrjúhundruð þúsund manns í staðinn fyrir 6,6 milljarði. Við erum væntanlega að tala um nokkuð lága tölu.

Þýðir það ekki að við Íslendingar þurfum ekki að hafa neinar áhyggjur?

Rökin:

Einu áhyggjurnar sem vert er að hafa eru að þessi plága stökkbreytist og fari að smitast á milli manna. En það hefur ekki gerst ennþá þannig til hvers að hafa áhyggjur? Auk þess er til lyf við henni.

Það heitir Listerine - It kills plagues

01 mars, 2006

Týnd

Ég er gjörsamlega týnd... í alla staði (eða öllum stöðum?)

Ég flutti í gær til pabba og verð þar næstu sex vikurnar. Er samt svona á báðum stöðum sem kemur mér eiginlega í þá stöðu að ég veit ekki hvar ég á heima sem hjálpar ekki í eilífri baráttu minni við að finna sjálfa mig. Ég er að kafna í námi sem mér finnst mjög leiðinlegt sem verður til þess að ég slugsa meira en góðu hófi gegnir sem hefur þá skemmtilegu keðjuverkun að ég slugsa enn meira.

Er samt í rauninni ekkert að kvarta. Ég er mjög hamingjusöm og hef gaman af lífinu þó fyrri efnisgreinin hljómi engan veginn þannig. Málið er bara að maður verður að finna sinn tilgang og það er ömurlegt að finnast maður ekki hafa neinn sérstakan tilgang.

ÞEGAR ÉG VERÐ STÓR ætla ég að verða eitthvað MIKIÐ og MERKILEGT. En samt veit ég ekki hvað...

Þess vegna er kannski nægur tími til að lifa bara og hafa alveg sjúklega gaman af því, sem ég er í rauninni að gera en eitt kemur niður á öðru. Þetta er meiriháttar krísa sem ég er lent í hérna.

Ég get það sem ég vil allir lenda í þessu, þetta er bara hluti af því að þroskast og komast að því hver maður er og hvað maður vill.

Svooooo einfalt en samt ekki!

09 febrúar, 2006

Vér mótmælum öll!

Eins og þið sjáið hef ég ákveðið að breyta hausnum á síðunni, áður stóð 'Mistress' Rebekka og merkingin með 'Mistress' átti að vera kvenkyns nafnorðið meistari (en ekki hjákona) sem er því miður ekki til í Íslensku. Ástæðan fyrir að ég breytti hausnum var þó ekki af tungumáls orsökum. Ég ákvað að slá upp leitarorðinu 'Mistress Rebekka' upp á vefleiðaraleitarvefnum og fann þá meðal annars þennan viðbjóð.

Í dag var verið að dreifa í skólanum póstkortum sem eiga að sendast til Þorgerðar Katrínar. Engin venjuleg póstkort þar á ferð heldur mótmæli gegn skerðingu framhaldsskólanáms. Fleiri skólar eru að fara þessa leið og verða þetta ein allsherjar mótmæli sem vonandi hafa eitthvað að segja. Ætla nú ekki að vera með neinar voðalegar málalengingar hérna en ætla aðeins að tjá mig um hvers vegna ekki ætti að stytta námið:

Þetta hentar ekki okkar menntakerfi - þó svo að það tíðkist í öðrum löndum að hafa framhaldsskólanám styttra hefur það nánast gleymst í umræðunni að brottfall í þessum löndum er oftar en ekki mun meira.

Auk þess þarf að breyta öllu fyrirkomulagi í grunnskólum landsins. Það þykir nógu erfitt að hefja nám í framhaldsskóla þar sem lítill undirbúningur fyrir framhaldsskólanám er í grunnskólum, og um leið og þeir fara að þyngja nám í grunnskólum er námið ekki lengur við allra hæfi. Háskólarnir munu ekki breyta sínu fyrirkomulagi svo við komum til með að þurfa að taka auka kúrsa áður en við hefjum háskólanám.

Brottfall mun aukast
Atvinnuleysi eykst vegna sérhæfðari menntunar fólks

Verður tími fyrir eitthvað annað en nám???

Það er nú þegar þannig að þeir sem kjósa það geta tekið námið á 2 og ½ - 3 árum. Þar sem minnihluti framhaldskólanema er samþykkur því að skerða námið, er þá fyrirkomulagið ekki bara fínt eins og það er?

Ég held að Þorgerður Katrín og allt hennar hyski ætti að hætta þessari stöðugu valdafýsn og reyna að höfða meira til okkar kynslóðar, þar sem við erum jú næsta kynslóð kjósenda og pólitíkusa. Ég get ekki sagt að ég sé mikið fyrir þeirra stefnu en þetta fyllir mælinn...

Image hosting by Photobucket

Lagið: Who shot Þorgerður Katrín? (við lagið I shot Reagan)

04 febrúar, 2006

Viturleiki

Stundum er ég fiskur. Þá finnst mér gaman að synda í Níl. Er ég þá Nílfiskur? Nilfisk. Það er hljómsveit. Lítið veit ég um þá. Það eru margir hlutir sem ég þarf að kynna mér nánar samt veit ég alveg mjög mikið þó ég viti í rauninni ekki neitt. Viturleiki er vís.

Lagið: The girl from Ipanema

01 febrúar, 2006

Vinátta

Hvað er vinur? Hverjir eru vinir manns og hverjir eru sannir vinir?

Þessa skilgreiningu fann ég á Wikipedia:

Vinátta er mannleg samskipti sem fela í sér sameiginlega vitneskju, gagnkvæma virðingu og væntumþykju. Vinir taka selskap hvors annars opnum örmum og gagnkvæmt traust er einkennandi fyrir vinskap, oft upp að því stigi að þeir taka hagsmuni hins fram yfir sína eigin. Smekkur þeirra er svipaður og jafnvel eins, og þeir deila ánægjulegum stundum saman. Þeir hafa þörf til að hjálpa hvor öðrum í alls kyns vandamálum, til að mynda, skiptast á ráðum og ræða erfiðleika. Vinur er einhver sem gefur og þiggur og er tillitsamur í framkomu.

Gildi vináttu:

  • Sú tilhneiging að þrá það sem er þér fyrir bestu
  • Samkennd og Samúð
  • Heiðarleiki, jafnvel í aðstæðum þar sem getur verið erfitt fyrir aðra að segja sannleikan.
  • Gagnkvæmur skilningur

Það er oft haft á orði að sannur vinur sé fær um mjög djúpar tilfinningar, sem gæti verið mjög erfitt að tjá nema þegar neyðin er mikil. Þá kemur vinurinn til hjálpar.

Í íslensku samheitaorðabók Háskóla Íslands stendur:

Vinátta: Ástsemd, bróðerni, bræðralag, kunningsskapur, kunnleikur, tíðleikar, vinfengi, vingan, vinsemd, vinskapur, vinun; -> ást. Andh: Óvinátta

Vinkona: ástvina, kunningjakona, vina, vinstúlka sbr. félagi.

Vinur: ástvinur, félagi, kunningi, unnandi, velunnari, vin. Andh: Óvinur.

Ég spyr mig oft, hverjir eru vinir mínir? Eru vinir mínir vinir mínir? Vilja þeir vera vinir mínir? og ég get haldið endalaust áfram. Kannski er þetta tákn um mitt eigið óöryggi eða það að vinir mínir koma illa fram við mig, að minnsta kosti þeir sem ég kalla vini mína.

Væri kannski ágætis tilbreyting að fara bara að kalla annað fólk vini sína og sjá hvað gerist...


Lag dagsins: Blur - coffee & TV