Bíódómar (En: BioDoom)

Í kvöld fór ég á hina margrómuðu kvikmynd Eftirlitsmenn (En: Watchmen)
Ég hafði ekki gert mér miklar væntingar fyrir þessa mynd, einfaldlega vegna þess að ég tek vonbrigðum illa og geri mér því sjaldnast væntingar fyrir kvikmyndir. Það er því ekki úr háum söðli að detta.
Ég varð því ekki fyrir neinum vonbrigðum með þessa mynd. Á hinn bóginn fannst mér hún hreint út sagt ömurleg og telst hún því að mínu mati hin mesta tímasóun.
Söguþræðinum hefði verið hægt að þjappa í 20 mínútna stuttmynd en boðskapurinn var sá að stundum þarf stórar fórnir fyrir enn stærri sigra en í það þurfti að blanda heldur mikilli og óviðkomandi forsögu.
Lagavalið í myndinni var fremur sérstakt þar sem mikið var af stórum slögurum (En: Big Hits) sem er sjaldheyrt í myndum sem þessum, og ef þeim var ætlað að fanga ákveðinn tíðaranda var tilætluðum árangri ekki náð! en hlýða mátti á lög eins og Unforgettable með Nat King Cole, Hallelujah með Leonard Cohen og Sound of Silence með Simon and Garfunkle.
Eina lagið sem passaði inn í var lagið sem spilaðist við credit listann í upphafi myndar: Times they are Changin með Bob Dylan.
Þá fannst mér athyglisvert að Rorschac, ein aðalpersónan, var rauðhærður, lítill OG ljótur. Hversu mikið er hægt að leggja á eina manneskju?!?!
Ég verð þó að viðurkenna það að myndatakan var sérlega góð og tækniatriðin frábær, en þess fyrir utan fannst mér eftirfarandi einu kostir þessarar myndar:
Latex gallinn sem Fröken Júpíter var í og slagverksleikarinn í Blue Men Group sem var á sprellanum meira og minna alla myndina.
Einkunn: 5/10 stjörnum
IMDB: 8.1/10
IMDB einkunnin er augljóslega sönnun þess að almenningur er ginkeyptur.. Sé þeim ætlað að finnast e-ð frábært, þá er það frábært.
10 comments:
At 19 mars, 2009 00:46,
Nafnlaus said…
Gæti ekki verið meira sammála. Líka það að þessi mynd var 3 timar og ogeðslega langdreginn :S. Þetta voru 3 tímar sem við fáum aldrei aftur og hefði honum nu getað verið betur eytt i eitthvað annað!
At 19 mars, 2009 00:49,
Finnur Torfi Gunnarsson said…
Sammála þér með myndina. Söguþráðurinn var hálfgerður vindverkur.
Mig grunar að höfundurinn sé einmitt lágvaxinn, rauðhærður og ljótur með fetish fyrir latexi.
At 19 mars, 2009 00:54,
Nafnlaus said…
sko!!!
ég fór á hana mega þreytt og ósofin svo heilinn í mér var ekki alveg starfandi.. Var ekki alveg að geta myndað mér skoðun en er samt til í að sjá hana aftur til að reyna skilja pínu meira :P
Ég var líka að fíla hvað hún var öðruvísi en margar aðrar myndir, og mér fannst latex gallinn ljótur! og blúman fyndinn með sprellann sinn.. var ekki alveg að fatta afhverju hann var stundum í skornu mini buxunum og oftar bara frjálslegur...
jáááá, og draslið þarna á Mars??? hvað var málið með það??
hahaha...! fín mynd, en veit ekki alveg hvort ég myndi horfa á hana oftar en tvisvar þrisvar mestalagi ;D
ps. hún var já aaaaðeins of löng miðað við hvað gerðist :/
At 19 mars, 2009 00:55,
Nafnlaus said…
meh ég ætla SAMT að sjá hana :P
At 19 mars, 2009 01:02,
Nafnlaus said…
gleymdi einu...
Afhverju hreyfðist þetta svarta á grímu Rorschac???
At 19 mars, 2009 01:16,
Rebekka Líf said…
haha ég var einmitt að velta því fyrir mér!!!
At 19 mars, 2009 10:23,
Nafnlaus said…
Tilraun
At 19 mars, 2009 10:23,
Nafnlaus said…
Comment ekki virka
At 19 mars, 2009 10:25,
Nafnlaus said…
Virkar bara að skila eftir comment undir Nafn/Url ef að vefsíða er sett með, t.d. facebook.com
At 20 mars, 2009 00:50,
Jakob said…
Ég er ósammála þér, mér fannst hún mjög góð. Kannski ekki jafn góð og mörgum öðrum en samt sem áður mjög góð. Ég hélt að þetta myndi vera svona mynd sem maður er mataður allan tímann en í raun er þetta algjör thinker.
Fannst samt aðeins of lítið af slagsmála atriðum. Rorscac var sjúkt töff karekter og þó að blái tillinn hafi smá farið í taugana á mér þá voru karektarnir almennt mjög töff sbr, the comedian....
Ef það verður mynd nr. 2 held ég að hún gæti verið sjúk. Þá er búin að kynna persónurnar og meiri hasar en samt möst að hafa góðan söguþráð.
Skrifa ummæli
<< Home