Rebekka Líf

And shepherds we shall be, for thee my Lord for thee, Power hath descended forth from thy hand, that our feet may swiftly carry out thy command, we shall flow a river forth to thee, and teeming with souls shall it ever be. In nomine patris, et filii, et spiritus sancti.

24 janúar, 2006

Nýyrði

Langar að fræðast meira um þetta áhugaverða fyrirbæri.

Heyrði eitt sniðugt í dag

Webcam - Vefaugnabliksfangari

og svo var eitt gott dæmi um nýjung í skammstöfun

Brb sem allir þekkja eða be right back
þýðingin á því er Kis eða kem innan skamms.

þetta með vefaugnabliksfangarann kæmi vel út í spjall samræðum á netinu:

Perri: Hey sæta, settu nú vefaugnabliksfangarann á fyrir mig svo ég get séð betur hvað þú ert flott ;)

Endilega komið með fleiri svona skemmtileg nýyrði. Eða nýnýyrði. Er ekki að tala um svona tölva sem er dregið að tölur og völva og svona gömul nýyrði sem eru löngu orðin nútímamanninum eðlislæg. Meira svona nýtt af nálinni.

3 comments:

  • At 31 janúar, 2006 22:17, Anonymous Nafnlaus said…

    Bíddu er höfundar þessara nýyrða ekkert getið þarna.

    Ég er sármóðgaður :p

     
  • At 31 janúar, 2006 22:30, Blogger Rebekka Líf said…

    Fólk fer að halda að ég sé skotin í þér, en já fyrirgefðu Brynjar minn þetta gerist ekki aftur, hér með sver ég þess eið að ég mun aldrei aftur brjóta höfundarréttarlög! og hana nú en fyrir þá sem ekki vita þá er hann Brynjar höfundur þessara skemmtilegu orða.

     
  • At 01 febrúar, 2006 23:00, Anonymous Nafnlaus said…

    mögnuð orð... :D

    hér er eitt... orð yfir bloggara...

    væbblari=veraldarvefs-pælari ... :D

     

Skrifa ummæli

<< Home