Býflugan og blómið
Já hæ.
Þegar ég var lítil pældi ég ekki mikið í því hvernig börn urðu til. Þurfti að sjálfsögðu ekkert að pæla í því, vissi það alveg. Hafði mjög skýra mynd af því í huga mér....:
Mamma og Pabbi í eldhúsinu á Laugaveginum þar sem við áttum heim, að leira mig á eldhúsborðinu úr svona trölladeigi.
Þetta með strútinn lærði ég löngu seinna, jafnvel eftir að ég fékk að vita hið sanna.
Nú langar mig bara að vita gestir góðir hvernig þið hélduð að börn yrðu til áður en þið fenguð að vita hinn hræðilega ógnvekjandi sannleika???
Þegar ég var lítil pældi ég ekki mikið í því hvernig börn urðu til. Þurfti að sjálfsögðu ekkert að pæla í því, vissi það alveg. Hafði mjög skýra mynd af því í huga mér....:
Mamma og Pabbi í eldhúsinu á Laugaveginum þar sem við áttum heim, að leira mig á eldhúsborðinu úr svona trölladeigi.
Þetta með strútinn lærði ég löngu seinna, jafnvel eftir að ég fékk að vita hið sanna.
Nú langar mig bara að vita gestir góðir hvernig þið hélduð að börn yrðu til áður en þið fenguð að vita hinn hræðilega ógnvekjandi sannleika???
4 comments:
At 09 janúar, 2006 20:59,
Nafnlaus said…
haha þú ert svo mikið krútt sæta min :D humm þegar ég var lítil held ég bara ef mamma og pabbi myndu tala saman um að hafa barn og þá væri mamma ólétt bara sí svona af þessu samtali og þegar barnið var tilbúið opnaði læknirinn magan á mömmu og vola lítið barn komið í heiminn :D
At 16 janúar, 2006 17:24,
Nafnlaus said…
ég bara veit ekki... held ég hafi bara lítið pælt í þessari hlið lífsins... á mínum yngri árum... nema jú þegar ég var 5ára og móðursystir mín ólétt af sínum fyrsta króga þá var ég alveg 99% viss um það að ég væri með 18 börn í naflanum... en annars held ég að hafi bara alltaf vonað að ég væri eingetin... ;) hef því miður komist að því að svo er ei.
afsakaðu málæðið mér fannst þetta bara svo sniðugt blogg... hjá þér... :D
At 17 janúar, 2006 21:07,
Nafnlaus said…
Eh þegar ég var lítil hélt ég bara að börnin kæmu eins og blómin-á vorin..
Skildi samt ekkert í þessum sem fæddust á veturna... Áður en ég fæddist spurðu ma+pa systkini mín um hvort þau vildu lítið systkini eða hund!
---Þau völdu hundinn--
En það var víst of seint því ég var víst komin í mallann :D
Systkini mín hafa aldrei fyrirgefið mér fyrir að ræna af þeim hundinum:/
Sjáumst sæta :D
At 22 janúar, 2006 22:06,
Nafnlaus said…
þegar ég var lítil hélt ég að mamma mín verpti eggjum hahaha takk fyrir bless
Skrifa ummæli
<< Home