MINN TÍMI ER KOMINN!!
Hér með ber mér að tilkynna yður kæri lesandi að Rebekka Líf er mætt til leiks, öflugri en nokkru sinni fyrr! Og hér verða engin vettlingatök ÓNEI!
Hér eru nokkur atriði sem hafa ber í huga:
Blogg þetta er eingöngu ætlað til skemmtunar og afþreyingar hér á landi en ekki til opinberra skítkasta. Opinbert skítkast telst t.d. niðurlæging á hinum almenna borgara, opinberri persónu, mér, þeim sem standa mér næst, köttum, hafragraut o.s.frv, hvort sem meint er í gríni eður ei. Fjölföldum á efni bloggsins er með öllu óheimil.
Að lesa blogg er góð skemmtun. Þetta blogg er ekki leyft börnum yngri en 16 ára. Góða skemmtun!
Þetta er helst í fréttum:
Fundinn hefur verið upp (af mér) ný gerð af hinu geysivinsæla spili er ber heitið Póker (en: poker). Leikreglurnar eru einfaldar en veðið (en: stake) er með breyttu móti.
Flesti kannast við sígildann póker (en: texas hold'em) og fatapóker (en: clothes throw'em) en þessi leikur er einskonar blanda af þessum sívinsælu spilum.
Reglurnar eru einfaldar:
Karlmenn spila upp á peninga
Kvenfólk spilar upp á föt
en spilareglurnar eru þær sömu og í hinum sígilda póker.
Það er síðan samningatriði leikmanna hvert andvirði gildanna er, en sokkur jafngildir ávallt lægsta veði (en: stake) og nærklæði jafngilda hæsta veði.
Gefi leikmenn sig allan í leikinn (en: all in) er spilað uns mótspilarinn er annað hvort félaus eða fatalaus.
Til þessa að breyta út af vananum geta kynin skypt um hlutverk.
Þessi útgáfa spilsins ber nafnið Geirapóker (en: Goldfinger Hold'em)
Njótið vel
E.S.
Í tilefni Föstudagsins 13. lenti ég í andstyggilegri aftanákeyrslu
2 comments:
At 13 mars, 2009 17:03,
Nafnlaus said…
hahah ég er til í þennan póker! GAME ON! en já farðu í bað svo þú lagist:)
At 16 mars, 2009 08:00,
Nafnlaus said…
Hahaha ég verð að prófa þetta spil við tækifæri.
Kv. Hulda
Skrifa ummæli
<< Home