Rebekka Líf

And shepherds we shall be, for thee my Lord for thee, Power hath descended forth from thy hand, that our feet may swiftly carry out thy command, we shall flow a river forth to thee, and teeming with souls shall it ever be. In nomine patris, et filii, et spiritus sancti.

01 mars, 2006

Týnd

Ég er gjörsamlega týnd... í alla staði (eða öllum stöðum?)

Ég flutti í gær til pabba og verð þar næstu sex vikurnar. Er samt svona á báðum stöðum sem kemur mér eiginlega í þá stöðu að ég veit ekki hvar ég á heima sem hjálpar ekki í eilífri baráttu minni við að finna sjálfa mig. Ég er að kafna í námi sem mér finnst mjög leiðinlegt sem verður til þess að ég slugsa meira en góðu hófi gegnir sem hefur þá skemmtilegu keðjuverkun að ég slugsa enn meira.

Er samt í rauninni ekkert að kvarta. Ég er mjög hamingjusöm og hef gaman af lífinu þó fyrri efnisgreinin hljómi engan veginn þannig. Málið er bara að maður verður að finna sinn tilgang og það er ömurlegt að finnast maður ekki hafa neinn sérstakan tilgang.

ÞEGAR ÉG VERÐ STÓR ætla ég að verða eitthvað MIKIÐ og MERKILEGT. En samt veit ég ekki hvað...

Þess vegna er kannski nægur tími til að lifa bara og hafa alveg sjúklega gaman af því, sem ég er í rauninni að gera en eitt kemur niður á öðru. Þetta er meiriháttar krísa sem ég er lent í hérna.

Ég get það sem ég vil allir lenda í þessu, þetta er bara hluti af því að þroskast og komast að því hver maður er og hvað maður vill.

Svooooo einfalt en samt ekki!

0 comments:

Skrifa ummæli

<< Home