Rebekka Líf

And shepherds we shall be, for thee my Lord for thee, Power hath descended forth from thy hand, that our feet may swiftly carry out thy command, we shall flow a river forth to thee, and teeming with souls shall it ever be. In nomine patris, et filii, et spiritus sancti.

19 ágúst, 2009

Stormurinn á undan logninu


Hvort kom á undan: Eggið eða hænan?

Eins má spyrja sig: Hvort kom á undan; Lognið eða stormurinn?

Gamalt orðatiltæki heldur því fram að lognið komi á undan storminum... En ég held því fram að því sé öfugt farið... Í það minnsta hvað lífið varðar.

Það er nefninlega svo skrítið hvernig allt snýst á hvolf áður en allt fellur í réttan farveg.

Sumarið mitt hefur til dæmis einkennst af, haft eftir vitfirrtur karakter "All work and no play makes Rebekka a dull girl". Það var þó tilgangur með allri þessari vinnu. Ég ætlaði nefninlega að fjárfesta í forláta myndavél. En tækifærin eru víst til þess gerð að grípa þau meðan þau gefast. En þar sem ég gerði það ekki varð ég að bíta í það súra epli að sökum kreppu hækkaði verð vélarinnar um ca. 20-50 þús!! Þá ætlaði ég nú að vera sniðug og fá tengdaforeldrana til þess að kaupa vélina í Elko í fríhöfninni, þar sem ég þyrfti ekki að borga vask af henni, en þegar uppi var staðið þurfti ég að borga svo mikinn vask af henni að hún var orðin dýrari heldur en út úr búð hérna heima. 

Nú fannst mér allt sumarið farið í "vaskinn" (hahaha) og sökkti ég mér í mikla depurð og sjálfsvorkunn og tók smá "retail therapy" sprett! 

Þetta hafði áhrif á margt annað í lífi mínu, þó ég fari nú ekki út í nein smáatriði.. Og tókst mér að klúðra einföldustu aðgerðum.

Þegar ég hélt að ég sæi sólina ekki framar tók þó að birta til. Ég tók til í persónulegri óreiðu minni og fór fram úr mínum björtustu vonum!

Og viti menn!

Ég er nokkrum dögum frá því að vera stoltur myndavélaeigandi!

Nú vona ég bara að ég hafi rétt fyrir mér með að það sé stormurinn sem komi á undan logninu... Ef ekki á ég mikil átök framundan...

Ýmis spakmæli hafa oltið upp úr spökum mönnum og þessi tvö ætla ég að hafa að leiðarljósi:

Það sem drepur þig ekki, styrkir þig

og 

"Quitters never win and winners never quit"

Sæl að sinni

1 comments:

  • At 08 desember, 2012 10:10, Anonymous Nafnlaus said…

    Free [url=http://www.globalsba.com/online-invoicing.htm]make an invoice[/url] software, inventory software and billing software to conceive gifted invoices in bat of an eye while tracking your customers.

     

Skrifa ummæli

<< Home