19 mars, 2009
Bíódómar (En: BioDoom)

Í kvöld fór ég á hina margrómuðu kvikmynd Eftirlitsmenn (En: Watchmen)
Ég hafði ekki gert mér miklar væntingar fyrir þessa mynd, einfaldlega vegna þess að ég tek vonbrigðum illa og geri mér því sjaldnast væntingar fyrir kvikmyndir. Það er því ekki úr háum söðli að detta.
Ég varð því ekki fyrir neinum vonbrigðum með þessa mynd. Á hinn bóginn fannst mér hún hreint út sagt ömurleg og telst hún því að mínu mati hin mesta tímasóun.
Söguþræðinum hefði verið hægt að þjappa í 20 mínútna stuttmynd en boðskapurinn var sá að stundum þarf stórar fórnir fyrir enn stærri sigra en í það þurfti að blanda heldur mikilli og óviðkomandi forsögu.
Lagavalið í myndinni var fremur sérstakt þar sem mikið var af stórum slögurum (En: Big Hits) sem er sjaldheyrt í myndum sem þessum, og ef þeim var ætlað að fanga ákveðinn tíðaranda var tilætluðum árangri ekki náð! en hlýða mátti á lög eins og Unforgettable með Nat King Cole, Hallelujah með Leonard Cohen og Sound of Silence með Simon and Garfunkle.
Eina lagið sem passaði inn í var lagið sem spilaðist við credit listann í upphafi myndar: Times they are Changin með Bob Dylan.
Þá fannst mér athyglisvert að Rorschac, ein aðalpersónan, var rauðhærður, lítill OG ljótur. Hversu mikið er hægt að leggja á eina manneskju?!?!
Ég verð þó að viðurkenna það að myndatakan var sérlega góð og tækniatriðin frábær, en þess fyrir utan fannst mér eftirfarandi einu kostir þessarar myndar:
Latex gallinn sem Fröken Júpíter var í og slagverksleikarinn í Blue Men Group sem var á sprellanum meira og minna alla myndina.
Einkunn: 5/10 stjörnum
IMDB: 8.1/10
IMDB einkunnin er augljóslega sönnun þess að almenningur er ginkeyptur.. Sé þeim ætlað að finnast e-ð frábært, þá er það frábært.
18 mars, 2009
Valkvíði
Ég hef um fjóra (4) hluti að velja núna og þeir eru eftirfarandi:
1. Baka Kryddbrauð
2. Gera sutta greinagerð um eina góða auglýsingu og eina slæma
3. Taka til
4. Fá mér blund (er mjög þreytt)
Bið fólk vinsamlegast um hjálp við þetta val....
15 mars, 2009
Fjórfarar

Mörgæsamaðurinn: Semí Sköllóttur alverstur illvirkjanna
Ef þú lesandi góður hefur gaman að því að skoða einsfara bendi ég ykkur á þessa fjórfarasíðu.
13 mars, 2009
MINN TÍMI ER KOMINN!!
Hér með ber mér að tilkynna yður kæri lesandi að Rebekka Líf er mætt til leiks, öflugri en nokkru sinni fyrr! Og hér verða engin vettlingatök ÓNEI!
Hér eru nokkur atriði sem hafa ber í huga:
Blogg þetta er eingöngu ætlað til skemmtunar og afþreyingar hér á landi en ekki til opinberra skítkasta. Opinbert skítkast telst t.d. niðurlæging á hinum almenna borgara, opinberri persónu, mér, þeim sem standa mér næst, köttum, hafragraut o.s.frv, hvort sem meint er í gríni eður ei. Fjölföldum á efni bloggsins er með öllu óheimil.
Að lesa blogg er góð skemmtun. Þetta blogg er ekki leyft börnum yngri en 16 ára. Góða skemmtun!
Þetta er helst í fréttum:
Fundinn hefur verið upp (af mér) ný gerð af hinu geysivinsæla spili er ber heitið Póker (en: poker). Leikreglurnar eru einfaldar en veðið (en: stake) er með breyttu móti.
Flesti kannast við sígildann póker (en: texas hold'em) og fatapóker (en: clothes throw'em) en þessi leikur er einskonar blanda af þessum sívinsælu spilum.
Reglurnar eru einfaldar:
Karlmenn spila upp á peninga
Kvenfólk spilar upp á föt
en spilareglurnar eru þær sömu og í hinum sígilda póker.
Það er síðan samningatriði leikmanna hvert andvirði gildanna er, en sokkur jafngildir ávallt lægsta veði (en: stake) og nærklæði jafngilda hæsta veði.
Gefi leikmenn sig allan í leikinn (en: all in) er spilað uns mótspilarinn er annað hvort félaus eða fatalaus.
Til þessa að breyta út af vananum geta kynin skypt um hlutverk.
Þessi útgáfa spilsins ber nafnið Geirapóker (en: Goldfinger Hold'em)
Njótið vel
E.S.
Í tilefni Föstudagsins 13. lenti ég í andstyggilegri aftanákeyrslu