Örvæntið eigi!
Tölfræðin:
Fyrst varð vart við fuglaflensuna í Asíu árið 2003.
Síðan þá hafa 97 manns látist af völdum hennar = 32,333.. á ári
Jarðarbúar eru um 6,6 milljarðar talsins
það er semsagt svona skítur á priki á móti ryki sem er að deyja. (Er ekki með grafísku reiknivélina svo ég fer ekki meira út í tölfræðina)
Hins vegar ef ég væri með grafísku reiknivélina gæti ég farið að reikna hver þessi tala (97) væri ef við settum hana í hlutfallið á móti þrjúhundruð þúsund manns í staðinn fyrir 6,6 milljarði. Við erum væntanlega að tala um nokkuð lága tölu.
Þýðir það ekki að við Íslendingar þurfum ekki að hafa neinar áhyggjur?
Rökin:
Einu áhyggjurnar sem vert er að hafa eru að þessi plága stökkbreytist og fari að smitast á milli manna. En það hefur ekki gerst ennþá þannig til hvers að hafa áhyggjur? Auk þess er til lyf við henni.
Það heitir Listerine - It kills plagues