Rebekka Líf

And shepherds we shall be, for thee my Lord for thee, Power hath descended forth from thy hand, that our feet may swiftly carry out thy command, we shall flow a river forth to thee, and teeming with souls shall it ever be. In nomine patris, et filii, et spiritus sancti.

09 febrúar, 2006

Vér mótmælum öll!

Eins og þið sjáið hef ég ákveðið að breyta hausnum á síðunni, áður stóð 'Mistress' Rebekka og merkingin með 'Mistress' átti að vera kvenkyns nafnorðið meistari (en ekki hjákona) sem er því miður ekki til í Íslensku. Ástæðan fyrir að ég breytti hausnum var þó ekki af tungumáls orsökum. Ég ákvað að slá upp leitarorðinu 'Mistress Rebekka' upp á vefleiðaraleitarvefnum og fann þá meðal annars þennan viðbjóð.

Í dag var verið að dreifa í skólanum póstkortum sem eiga að sendast til Þorgerðar Katrínar. Engin venjuleg póstkort þar á ferð heldur mótmæli gegn skerðingu framhaldsskólanáms. Fleiri skólar eru að fara þessa leið og verða þetta ein allsherjar mótmæli sem vonandi hafa eitthvað að segja. Ætla nú ekki að vera með neinar voðalegar málalengingar hérna en ætla aðeins að tjá mig um hvers vegna ekki ætti að stytta námið:

Þetta hentar ekki okkar menntakerfi - þó svo að það tíðkist í öðrum löndum að hafa framhaldsskólanám styttra hefur það nánast gleymst í umræðunni að brottfall í þessum löndum er oftar en ekki mun meira.

Auk þess þarf að breyta öllu fyrirkomulagi í grunnskólum landsins. Það þykir nógu erfitt að hefja nám í framhaldsskóla þar sem lítill undirbúningur fyrir framhaldsskólanám er í grunnskólum, og um leið og þeir fara að þyngja nám í grunnskólum er námið ekki lengur við allra hæfi. Háskólarnir munu ekki breyta sínu fyrirkomulagi svo við komum til með að þurfa að taka auka kúrsa áður en við hefjum háskólanám.

Brottfall mun aukast
Atvinnuleysi eykst vegna sérhæfðari menntunar fólks

Verður tími fyrir eitthvað annað en nám???

Það er nú þegar þannig að þeir sem kjósa það geta tekið námið á 2 og ½ - 3 árum. Þar sem minnihluti framhaldskólanema er samþykkur því að skerða námið, er þá fyrirkomulagið ekki bara fínt eins og það er?

Ég held að Þorgerður Katrín og allt hennar hyski ætti að hætta þessari stöðugu valdafýsn og reyna að höfða meira til okkar kynslóðar, þar sem við erum jú næsta kynslóð kjósenda og pólitíkusa. Ég get ekki sagt að ég sé mikið fyrir þeirra stefnu en þetta fyllir mælinn...

Image hosting by Photobucket

Lagið: Who shot Þorgerður Katrín? (við lagið I shot Reagan)

04 febrúar, 2006

Viturleiki

Stundum er ég fiskur. Þá finnst mér gaman að synda í Níl. Er ég þá Nílfiskur? Nilfisk. Það er hljómsveit. Lítið veit ég um þá. Það eru margir hlutir sem ég þarf að kynna mér nánar samt veit ég alveg mjög mikið þó ég viti í rauninni ekki neitt. Viturleiki er vís.

Lagið: The girl from Ipanema

01 febrúar, 2006

Vinátta

Hvað er vinur? Hverjir eru vinir manns og hverjir eru sannir vinir?

Þessa skilgreiningu fann ég á Wikipedia:

Vinátta er mannleg samskipti sem fela í sér sameiginlega vitneskju, gagnkvæma virðingu og væntumþykju. Vinir taka selskap hvors annars opnum örmum og gagnkvæmt traust er einkennandi fyrir vinskap, oft upp að því stigi að þeir taka hagsmuni hins fram yfir sína eigin. Smekkur þeirra er svipaður og jafnvel eins, og þeir deila ánægjulegum stundum saman. Þeir hafa þörf til að hjálpa hvor öðrum í alls kyns vandamálum, til að mynda, skiptast á ráðum og ræða erfiðleika. Vinur er einhver sem gefur og þiggur og er tillitsamur í framkomu.

Gildi vináttu:

  • Sú tilhneiging að þrá það sem er þér fyrir bestu
  • Samkennd og Samúð
  • Heiðarleiki, jafnvel í aðstæðum þar sem getur verið erfitt fyrir aðra að segja sannleikan.
  • Gagnkvæmur skilningur

Það er oft haft á orði að sannur vinur sé fær um mjög djúpar tilfinningar, sem gæti verið mjög erfitt að tjá nema þegar neyðin er mikil. Þá kemur vinurinn til hjálpar.

Í íslensku samheitaorðabók Háskóla Íslands stendur:

Vinátta: Ástsemd, bróðerni, bræðralag, kunningsskapur, kunnleikur, tíðleikar, vinfengi, vingan, vinsemd, vinskapur, vinun; -> ást. Andh: Óvinátta

Vinkona: ástvina, kunningjakona, vina, vinstúlka sbr. félagi.

Vinur: ástvinur, félagi, kunningi, unnandi, velunnari, vin. Andh: Óvinur.

Ég spyr mig oft, hverjir eru vinir mínir? Eru vinir mínir vinir mínir? Vilja þeir vera vinir mínir? og ég get haldið endalaust áfram. Kannski er þetta tákn um mitt eigið óöryggi eða það að vinir mínir koma illa fram við mig, að minnsta kosti þeir sem ég kalla vini mína.

Væri kannski ágætis tilbreyting að fara bara að kalla annað fólk vini sína og sjá hvað gerist...


Lag dagsins: Blur - coffee & TV