Vér mótmælum öll!
Eins og þið sjáið hef ég ákveðið að breyta hausnum á síðunni, áður stóð 'Mistress' Rebekka og merkingin með 'Mistress' átti að vera kvenkyns nafnorðið meistari (en ekki hjákona) sem er því miður ekki til í Íslensku. Ástæðan fyrir að ég breytti hausnum var þó ekki af tungumáls orsökum. Ég ákvað að slá upp leitarorðinu 'Mistress Rebekka' upp á vefleiðaraleitarvefnum og fann þá meðal annars þennan viðbjóð.
Í dag var verið að dreifa í skólanum póstkortum sem eiga að sendast til Þorgerðar Katrínar. Engin venjuleg póstkort þar á ferð heldur mótmæli gegn skerðingu framhaldsskólanáms. Fleiri skólar eru að fara þessa leið og verða þetta ein allsherjar mótmæli sem vonandi hafa eitthvað að segja. Ætla nú ekki að vera með neinar voðalegar málalengingar hérna en ætla aðeins að tjá mig um hvers vegna ekki ætti að stytta námið:
Þetta hentar ekki okkar menntakerfi - þó svo að það tíðkist í öðrum löndum að hafa framhaldsskólanám styttra hefur það nánast gleymst í umræðunni að brottfall í þessum löndum er oftar en ekki mun meira.
Auk þess þarf að breyta öllu fyrirkomulagi í grunnskólum landsins. Það þykir nógu erfitt að hefja nám í framhaldsskóla þar sem lítill undirbúningur fyrir framhaldsskólanám er í grunnskólum, og um leið og þeir fara að þyngja nám í grunnskólum er námið ekki lengur við allra hæfi. Háskólarnir munu ekki breyta sínu fyrirkomulagi svo við komum til með að þurfa að taka auka kúrsa áður en við hefjum háskólanám.
Brottfall mun aukast
Atvinnuleysi eykst vegna sérhæfðari menntunar fólks
Verður tími fyrir eitthvað annað en nám???
Það er nú þegar þannig að þeir sem kjósa það geta tekið námið á 2 og ½ - 3 árum. Þar sem minnihluti framhaldskólanema er samþykkur því að skerða námið, er þá fyrirkomulagið ekki bara fínt eins og það er?
Ég held að Þorgerður Katrín og allt hennar hyski ætti að hætta þessari stöðugu valdafýsn og reyna að höfða meira til okkar kynslóðar, þar sem við erum jú næsta kynslóð kjósenda og pólitíkusa. Ég get ekki sagt að ég sé mikið fyrir þeirra stefnu en þetta fyllir mælinn...

Lagið: Who shot Þorgerður Katrín? (við lagið I shot Reagan)
Í dag var verið að dreifa í skólanum póstkortum sem eiga að sendast til Þorgerðar Katrínar. Engin venjuleg póstkort þar á ferð heldur mótmæli gegn skerðingu framhaldsskólanáms. Fleiri skólar eru að fara þessa leið og verða þetta ein allsherjar mótmæli sem vonandi hafa eitthvað að segja. Ætla nú ekki að vera með neinar voðalegar málalengingar hérna en ætla aðeins að tjá mig um hvers vegna ekki ætti að stytta námið:
Þetta hentar ekki okkar menntakerfi - þó svo að það tíðkist í öðrum löndum að hafa framhaldsskólanám styttra hefur það nánast gleymst í umræðunni að brottfall í þessum löndum er oftar en ekki mun meira.
Auk þess þarf að breyta öllu fyrirkomulagi í grunnskólum landsins. Það þykir nógu erfitt að hefja nám í framhaldsskóla þar sem lítill undirbúningur fyrir framhaldsskólanám er í grunnskólum, og um leið og þeir fara að þyngja nám í grunnskólum er námið ekki lengur við allra hæfi. Háskólarnir munu ekki breyta sínu fyrirkomulagi svo við komum til með að þurfa að taka auka kúrsa áður en við hefjum háskólanám.
Brottfall mun aukast
Atvinnuleysi eykst vegna sérhæfðari menntunar fólks
Verður tími fyrir eitthvað annað en nám???
Það er nú þegar þannig að þeir sem kjósa það geta tekið námið á 2 og ½ - 3 árum. Þar sem minnihluti framhaldskólanema er samþykkur því að skerða námið, er þá fyrirkomulagið ekki bara fínt eins og það er?
Ég held að Þorgerður Katrín og allt hennar hyski ætti að hætta þessari stöðugu valdafýsn og reyna að höfða meira til okkar kynslóðar, þar sem við erum jú næsta kynslóð kjósenda og pólitíkusa. Ég get ekki sagt að ég sé mikið fyrir þeirra stefnu en þetta fyllir mælinn...

Lagið: Who shot Þorgerður Katrín? (við lagið I shot Reagan)