Hvað er vinur? Hverjir eru vinir manns og hverjir eru
sannir vinir?
Þessa skilgreiningu fann ég á
Wikipedia:
Vinátta er mannleg samskipti sem fela í sér sameiginlega vitneskju, gagnkvæma virðingu og væntumþykju. Vinir taka selskap hvors annars opnum örmum og gagnkvæmt traust er einkennandi fyrir vinskap, oft upp að því stigi að þeir taka hagsmuni hins fram yfir sína eigin. Smekkur þeirra er svipaður og jafnvel eins, og þeir deila ánægjulegum stundum saman. Þeir hafa þörf til að hjálpa hvor öðrum í alls kyns vandamálum, til að mynda, skiptast á ráðum og ræða erfiðleika. Vinur er einhver sem gefur og þiggur og er tillitsamur í framkomu.
Gildi vináttu:
- Sú tilhneiging að þrá það sem er þér fyrir bestu
- Samkennd og Samúð
- Heiðarleiki, jafnvel í aðstæðum þar sem getur verið erfitt fyrir aðra að segja sannleikan.
- Gagnkvæmur skilningur
Það er oft haft á orði að sannur vinur sé fær um mjög djúpar tilfinningar, sem gæti verið mjög erfitt að tjá nema þegar neyðin er mikil. Þá kemur vinurinn til hjálpar.
Í
íslensku samheitaorðabók Háskóla Íslands stendur:
Vinátta: Ástsemd, bróðerni, bræðralag, kunningsskapur, kunnleikur, tíðleikar, vinfengi, vingan, vinsemd, vinskapur, vinun; -> ást. Andh: Óvinátta
Vinkona: ástvina, kunningjakona, vina, vinstúlka sbr. félagi.
Vinur: ástvinur, félagi, kunningi, unnandi, velunnari, vin. Andh: Óvinur.
Ég spyr mig oft, hverjir eru vinir mínir? Eru vinir mínir vinir mínir? Vilja þeir vera vinir mínir? og ég get haldið endalaust áfram. Kannski er þetta tákn um mitt eigið óöryggi eða það að vinir mínir koma illa fram við mig, að minnsta kosti þeir sem ég kalla vini mína.
Væri kannski ágætis tilbreyting að fara bara að kalla annað fólk vini sína og sjá hvað gerist...
Lag dagsins: Blur - coffee & TV